Uppskriftir frá Ísak

mánudagur 24. apríl 2023 kl. 09.07
Fréttir garra

Ísak Aron Jóhannson, setti saman nokkrar uppskriftir fyrir okkur af forréttum.

Ísak útskrifaðist úr Menntaskólanum úr Kópavogi sem matreiðslumaður árið 2018 og hefur síðan farið á kostum í veitingabransanum.

Sem nemi starfaði Ísak á michelin stöðunum Hotel Helvie í Suður Frakklandi og Texture í London.

Ísak keppti með með kokkalandsliðinu á ólympíuleikunum árið 2020 þar sem liðið endaði í 3. sæti, sem er besti árangur liðsins hingað til.

Árið 2022 vann hann Eftirréttur ársins og keppti með landsliðinu á Heimsmeistaramótinu þar sem liðið vann til gullverðlauna.

Hann stefnir á að taka annað tímabil með landsliðinu þar sem þau setja markmiðið hátt fyrir Ólympíuleikan 2024.

Ísak rekur í dag veisluþjónustuna Zak veitingar.

Ísak Aron J

Garri--03

Túnfisk-tataki í soya og garðablóðbergslegi með gulrótarmauki og sesam gljáðum haricot vert baunum

Garri--05

Smjörsteikt hörpuskel með humarfroðu, "confit" tómötum, humarfroðu og silungahrognum

Garri--09

Karamellíseruð seljurótarsúpa með brauðteningum og stökkri parmaskinku