Undirbúið sterka tómatsósu með tómötum, papriku, chili, hvítlauk, shallottlauk og kúmen.
Bætið kjúklingabaununum við og látið krauma í sósunni í 15 mínútur, kryddið með salti og pipar.
Þykkið með smá maíssterkju ef þörf er á.
Setjið Falafel á ofnplötu og bakið í 10-14 mínútur á 180°C.
Setjið vefju saman með marineruðum kjúklingabaunum, fjórum falafel og romaine káli. Make a wrap with spicy chickpeas, 4 falafels and the roman Lettuce.
Berið fram með klettasalati og þremur falafel til hliðar.
Thai style grænmetisfranskar
Innihald
2 kg Grænmetisfranskar Ardo • 1 kg Kínablanda Ardo • 20 gr Kryddblanda Thai style Ardo • 1,5 dl teriyaki sósa • 50 ml Sólblómaolía • Maíssterkja • Jurtaspírur • Lime börkur
Aðferð
Gufusjóðið kínablönduna til þess að afþíða.
Steikið (stir fry) kínablönduna í sólblómaolíu og kryddið með thai style kryddblöndunni og teriyaki sósu.
Bindið með maíssterkju.
Djúpsteikið eða ofnbakið grænmetisfranskarnar.
Toppið grænmetisfranskarnar með thai teryaki grænmetisblöndunni.
Berið fram með jurtaspírum og limeberki.
Brómberja & banana smoothie
Innihald
150g Frosin brómber Ardo
1 Banani
1/4 litre Appelsínusafi
2 msk sykur
Aðferð
Blandið saman brómberjum, banana, appelsínusafa og um tveimur matskeiðum af sykri þangað til myndast hefur jöfn og mjúk áferð.
Hellið í tvö stór eða fjögur lítil glös og berið strax fram.
Smokey bbq Blómkál
Innihald
1.5 kg Blómkál 30/60 Ardo
125 g Kryddblanda BBQ Style herb Ardo
100 g smjörlíki
Aðferð
Gufusjóðið blómkálið stuttlega og látið renna vel af þeim.
Blandið smjörlíki við bbq kryddblönduna.
Raðið blómkálinu í eldfast mót og hellið bbq kryddsmjörinu yfir.
Bakið blómkálið í ofni í 15-20 mínútur á 180°C.
Asian style Wok
Innihald
2 kg Wok mix Ardo
150 g Asian style kryddblanda Ardo
Smá hnetuolía
600 g Vegan kjúklingabitar
200 ml Sweet chilli sósa
100 ml Sæt soyasósa
50 ml Sesamolía
100 g Hrísgrjónanúðlur
Aðferð
Djúpsteikið hrísgrjónanúðlurnar stuttlega þangað til þær blása upp.
Steikið vegan kjúklinginn í hnetuolíu og kryddið með asian style kryddblöndunni.
Gufusjóðið eða steikið wok mix snöggt og bætið svo við vegan kjúklinginn.
Bætið sweet chili sósu, soyasósu og sesamolíu við.
Látið malla, bætið svo steiktu hrísgrjónanúðlunum við og berið fram.