Garri eykur úrval af vegan vörum frá Greenway

Paul Florizone kynntist grænmetismatargerð árið 1996 á ferðalagi um Indland og komst að því að indverska grænmetiseldhúsið er einstaklega bragðgott og fjölbreytt. Á ferð sinni um Indland fæddist hugmyndin að kynna fyrir öðrum hversu bragðgott grænmetiseldhúsið getur verið. Greenway opnaði sinn fyrsta veitingastað í Gent árið 1998 og sló strax í gegn. Síðan þá hefur fyrirtækið verið brautryðjandi í grænmetismatvörum sem innblásnar eru af indverskri matargerð.

Meðal nýrra vara frá Greenway eru pulsur, chili sin carne, Greenway Bolognese og Greenway schnitzel.

Vegan vörur frá Greenway