Við minnum á hreinlætislausnirnar okkar sem hafa reynst vel í gegnum tíðina. Frábær vörumerki og lausnir sem eru hagkvæmar og tímasparandi, og aðstoða þig með afkastameiri og hraðari þrif.
Við höfum tekið saman úrval af vörum sem virka sem vörn gegn COVID-19 í Vefverslun Garra. Einfaldlega skráðu þig inn í vefverslunina og finndu úrvalið sem hreinlætissérfræðingarnir okkar mæla með undir kynningarlistanum Sóttvarnir gegn COVID-19.
Hafðu samband við söludeild Garra ef þig vantar faglega ráðgjöf í hreinlætismálum.
Kæru viðskiptavinir.
Mánudaginn 4. maí 2020 tekur gildi breyttur opnunartími í afgreiðslu og vöruhúsi Garra en nýji opnunartíminn er milli klukkan 8:00 og 16:00 alla virka daga. Opnunartími á þjónustuborði verður áfram milli klukkan 8:00 og 16:00 alla virka daga. Við hvetjum því alla til að nota Vefverslun Garra til að gera pantanir og skoða vöruúrvalið en hún er opin allan sólarhringinn.
Við viljum einnig hvetja alla viðskiptavini að hafa samband sem vantar ráðgjöf eða hugmyndir að lausnum á þessum sérstöku tímum. Við erum hér ykkur til stuðnings ekki síst á tímum sem þessum. Ef þið hafið einhverjar spurningar eða vantar frekari aðstoð ekki hika við að hafa samband. Hægt er að hringja beint í ykkar sölufulltrúa eða hafa samband gegnum soludeild@garri.is
Opnunartími
Þjónustuborð:
8:00-16:00 mánudaga til föstudaga
Afgreiðsla vöruhúss:
8:00-16:00 mánudaga til föstudaga
Ný vefverslun Garra hefur farið ótrúlega vel af stað og ríkir mikil ánægja með hana meðal viðskiptavina og starfsfólks. Fljótlegasta leiðin til að panta vörur og skoða vöruúrvalið okkar er með vefversluninni. Við hvetjum alla viðskiptavini að nýta sér hana til hins ýtrasta og minnum á að hún er opin allan sólahringinn - www.garri.is
Á mánudaginn 4. maí næstkomandi hefjast tilslakanir á samkomubanni vegna Covid-19 þar sem fjöldatakmörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns. Við viljum minna á að lokað verður hjá okkur föstudaginn 1. maí á baráttudegi verkalýðsins.
Vegna þessa eru viðskiptavinir hvattir til að gera pantanir tímanlega. Við viljum benda á að hægt er að senda inn pantanir á Vefverslun Garra allan sólarhringinn - www.garri.is
Kærar kveðjur
Starfsfólk Garra
Á fimmtudaginn 23. apríl fögnum við Sumardeginum fyrsta og verður lokað hjá Garra í því tilefni. Við viljum einnig minna á að lokað verður hjá okkur föstudaginn 1. maí á baráttudegi verkalýðsins í næstu viku. Vegna þessa eru viðskiptavinir hvattir til að gera pantanir tímanlega.
Lokað er hjá okkur á eftirfarandi dögum:
Sumardagurinn fyrsti, Fimmtudagur 23. apríl
Baráttudagur verkalýðsins, Föstudagur 1. maí
Við munum færa vöruafhendingu til Keflavíkur og nágrennis yfir á föstudaginn 24. apríl.
Ferðir til Keflavíkur og nágrennis verða eftirfarandi:
Fimmtudagurinn 23. apríl (fellur niður)
Föstudagurinn 24. apríl
- vöruafhending færist um einn dag en verður annars með hefðbundnum hætti
Við bendum á að hægt er að senda inn pantanir á Vefverslun Garra - www.garri.is
Gleðilegt sumar kæru vinir og njótið dagsins
Starfsfólk Garra
Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. Við vonum að þið hafið það einstaklega gott um páskana og hlökkum mikið til að sjá og heyra í ykkur eftir páskahátíðina.
Lokað er hjá okkur á eftirfarandi dögum:
Skírdagur, Fimmtudagur 9. apríl
Föstudagurinn langi, Föstudagur 10. apríl
Annar í páskum, Mánudagur 13. apríl
Ferðir á Selfoss og nágrenni verða eftirfarandi:
Miðvikudagur 8. apríl
Miðvikudagur 15. apríl
Ferðir til Keflavíkur og nágrennis verða eftirfarandi:
Þriðjudagur 7. apríl
Fimmtudagur 16. apríl
Við minnum einnig á að þjónustuborðið er opið frá kl. 8:00 - 13:00 virka daga út apríl.
Viðskiptavinir eru hvattir til að gera pantanir tímanlega.
Eftir páska opnum við aftur þriðjudaginn 14. apríl kl. 8:00. Við bendum á að hægt er að senda inn pantanir á Vefverslun Garra - www.garri.is
Gleðilega páska!
Starfsfólk Garra
Kæru viðskiptavinir.
Mánudaginn 30. mars 2020 tekur gildi breyttur opnunartími á þjónustuborði út apríl með fyrirvara um breytingu. Opið verður á þjónustuborði milli klukkan 8:00 og 13:00 mánudaga til föstudaga. Opnunartími í afgreiðslu og vöruhúsi helst áfram óbreyttur. Við hvetjum því alla til að nota Vefverslun Garra til að gera pantanir og skoða vöruúrvalið en hún er opin allan sólarhringinn.
Við viljum einnig hvetja alla viðskiptavini að hafa samband sem vantar ráðgjöf eða hugmyndir að lausnum á þessum sérstöku tímum. Við erum hér ykkur til stuðnings ekki síst á tímum sem þessum. Ef þið hafið einhverjar spurningar eða vantar frekari aðstoð ekki hika við að hafa samband. Hægt er að hringja beint í ykkar sölufulltrúa eða hafa samband gegnum soludeild@garri.is
Opnunartími
Þjónustuborð:
8:00-13:00 mánudaga til föstudaga
Afgreiðsla vöruhúss:
8:00-17:00 mánudaga til miðvikudaga
8:00-16:00 fimmtudaga og föstudaga
Ný vefverslun Garra hefur farið ótrúlega vel af stað og ríkir mikil ánægja með hana meðal viðskiptavina og starfsfólks. Fljótlegasta leiðin til að panta vörur og skoða vöruúrvalið okkar er með vefversluninni. Við hvetjum alla viðskiptavini að nýta sér hana til hins ýtrasta og minnum á að hún er opin allan sólahringinn - www.garri.is
Kærar kveðjur,
Starfsfólk Garra
Ágæti viðskiptavinur.
Í kjölfar þess ástands sem skapast hefur vegna COVID-19 veirunnar hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hjá Garra til að tryggja að þjónustustig fyrirtækisins raskist ekki og að öryggi viðskiptavina, starfsfólks og fjölskyldna þeirra sé tryggt eins og kostur er.
● Lokað hefur verið fyrir alla utanaðkomandi umferð í vöruhúsi og skrifstofu Garra. Eingöngu starfsfólk Garra má koma inn í húsið. Viðskiptavinum er bent á að panta vörur í Vefverslun Garra eða í síma 5 700 300.
● Enginn beinn samgangur er á milli starfsfólks vöruhúss, bílstjóra og skrifstofu.
● Í öllum deildum fyrirtækisins er lögð mikil áhersla á handþvott, sótthreinsun, almennt hreinlæti og umgengnisreglur samkvæmt tilmælum Landlæknisembættisins.
● Sérstakar þrifaáætlanir hafa verið virkjaðar fyrir vöruhús, skrifstofu og sendibíla fyrirtækisins.
● Umgengnisreglur í mötuneyti hafa verið hertar. Allur matur er skammtaður og fáir starfsmenn borða í einu. Búið er að dreifa úr borðum og lágmarksfjarlægð milli manna er tryggð. Allir starfsmenn þrífa og sótthreinsa sín borð og stóla eftir matarhlé.
● Starfsfólk vöruhússins vinnur á vöktum.
● Öll vinnutæki starfsfólks svo sem handtölvur, týnslutæki, lyklaborð og snertiskjáir eru þrifin og sótthreinsuð reglulega.
● Bílstjórar klæðast einnota hönskum í hvert skipti sem vöruafhending fer fram og setja upp nýja hanska á hverjum komustað. Handspritt er í öllum bílum.
● Bílstjórar sjá alfarið um að kvitta á reikninga í viðurvist móttakanda og afhenda vöruna. Viðskiptavinir kvitta ekki á nótur.
● Lokað hefur verið á heimsóknir söluráðgjafa til viðskiptavina.
● Fundir hafa verið takmarkaðir og ekki haldnir nema brýn nauðsyn er til. Farið að tilmælum landlæknisembættisins um fjarlægð á milli fundarmanna. Notast er við Workplace og annan samskiptabúnað við fundarhöld ef þörf þykir.
Á þessum skrýtnu tímum breytast aðstæður hratt. Farið er yfir öll mál og áhættuatriði daglega. Samstarf starfsfólks Garra og viðskiptavina fyrirtækisins er einstakt, við metum það mikils og kappkostum að halda öllum upplýstum um leið og breytingar verða á þessu fyrirkomulagi.
Bestu kveðjur,
fyrir hönd starfsfólks Garra
Magnús R. Magnússon framkvæmdastjóri
Garri hlaut viðurkenningu á forvarnarverðlaunum VÍS fyrir góðan árangur í öryggis- og umhverfismálum.
Við erum ótrúlega stolt og glöð með að vera í þessum hópi fyrirtækja og munum halda ótrauð áfram í að vera ábyrg gagnvart samfélaginu, umhverfinu, framtíðinni og íbúum landsins.
Hér er myndband sem var gert í kjölfar tilnefningarinnar :
Kæri viðskiptavinur
Veðurspáin fyrir föstudaginn 14. febrúar næstkomandi er með allra versta móti og því óvíst hvort hægt verði að afgreiða allar pantanir eins og venja er þann daginn.
Við hvetjum alla til að panta tímanlega svo við getum tryggt afhendingu á vörum fyrir helgina á fimmtudegi áður en vonskuveðrið skellur á.
Kærar kveðjur,Starfsfólk Garra