Garri og Ardo stóðu fyrir glæsilegu námskeiði og kynningu á Ardo vörum undir fyrirskriftinni "Ný sýn á frosið grænmeti, ávexti og kryddjurtir". Námskeiðið fór fram í húsakynnum Garra þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn þar sem Peter De Wandel sýndi aðferðir við matreiðslu úr hráefni frá Ardo.
Mikil ánægja var meðal þátttakenda en rúmlega 100 manns sóttu námskeiðið sem þótti afar vel heppnað í alla staði, skemmtilega framsett og fullt af fróðleik.
Námskeiðið byggðist upp á upplýsingum og kynningu á hversu fersk og næringamikil varan frá Ardo er í samanburði við kælt grænmeti sem kemur skemmtilega á óvart. Einnig var farið yfir uppskriftir og notkun á mörgum spennandi vörum frá Ardo, dýrindis réttir eldaðir úr hráefninu og fór Peter hreinlega af kostum þegar háð var svokölluð kokkaorrusta eða "Chefs battle".
Peter De Wandel notaðist við Ardo hráefni frá Garra í réttina eins og sólþurrkaða tómata, salsa Mexicana, Mediterranean brunoise, sætar kartöflur og sætkartöflu franskar, spennandi kryddjurtir, smokey BBQ mix, Retro veg mix, quinoa sem hann djúpsteikti, ávaxta mix í smoothies ásamt fjölmörgum öðrum spennandi vörum.
Garri býður viðskiptavinum og velunnurum sínum í Vorgleði í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, föstudaginn 5. maí n.k. kl. 18:00-20:00.
Léttar veitingar fleira skemmtilegt í boði.
Okkur þætti afar vænt um að sjá þig!
Starfsfólk Garra
Kíktu á nýja bæklinginn okkar og skoðaðu sumartilboðin. Mikið af gæðavörum á góðu verði fyrir morgunverðarhlaðborðið.
Nýi vörulistinn er kominn út og er hann kominn í dreifingu til viðskiptavina. Vöruframboðið í listanum er að venju fjölbreytt og spennandi og má þar finna fjölmargar nýjungar í enn breiðari vöruúrvali en áður.
Vörulistinn er nú aðgengilegur á heimasíðu Garra og skiptist í Matvörusvið og Hreinlætissvið.
Eins er hægt að hlaða honum niður með því að smella á eftirfarandi hlekki:
Vörulisti Garra 2017 - Matvörusvið
Vörulisti Garra 2017 - Hreinlætissvið
Við hvetjum alla til að skoða vörulistann og hafa samband við söludeild Garra í síma 5700 300 ef spurningar vakna.
Nýja súkkulaðið Zéphyr Caramel 35% frá Cacao Barry er nú á kynningartilboði.
Þetta súkkulaði verður í aðalhlutverki í eftirréttakeppni Garra í október 2017.
Vertu með þeim fyrstu til að prófa!
Zéphyr Caramel er hvítt súkkulaði með einstöku karamellubragði og saltkeim.
Taktu forskot og tileinkaðu þér þessa spennandi nýjung!
Nú er sumartilboð á Sidoli kökunum sem gildir út júlí mánuð. Glæsilegt úrval af háhæða kökum sem eru hreint út sagt syndsamlega góðar!
Við kynnum einnig úrval af glútenlausum og mjólkurlausum kökum. Þörf fyrir glútenlausar vörur er sívaxandi og fagnar starfsfólk Garra því að geta boðið upp á þennan valkost.
Sidoli er leiðandi vörumerki í framleiðslu eftirrétta í Evrópu og mikil áhersla er lögð á lúxus vörur þar sem gæðin skipta öllu máli.
Hér getur þú skoðað dásemdirnar sem eru í boði á sumartilboði:
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við söludeild Garra í síma 5700300.
Það gleður okkur að kynna að nú hefur Skúbb ísinn vinsæli bæst við vöruúrvalið okkar.
Ísinn frá Skúbb Ísgerð kemur ískaldur og þéttur í sér og er ávallt nýlagaður og ferskur. Hann er búinn til úr besta hráefni sem völ er á og inniheldur m.a. lífræna mjólk, lífrænan hrásykur og ávaxtapúrrur frá Capfruit sem gefur einstakt náttúrulegt bragð og áferð.
Kynnið ykkur úrvalið hér!
Pantanir og nánari upplýsingar:
garri@garri.is - Sími 5 700 300
Zéphyr Caramel er hvítt súkkulaði með einstöku karamellubragði og saltkeim.
Nú hafa Cacao Barry og Garri útbúið laufléttan spurningaleik þar sem hægt er að vinna 5 kg af Zéphyr Caramel 35%.
Taktu þátt í Karamelluorrustu Cacao Barry og Garra, það er til mikils að vinna fyrir bragðlaukana.
Taktu forskot og tileinkaðu þér þessa spennandi nýjung!
Kæru viðskiptavinir.
Í dag föstudaginn 15. desember munum við flytja starfsemi okkar að fullu í nýtt húsnæði okkar að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík.
Símkerfið okkar mun því loka kl 15:00 í dag föstudaginn 15. desember vegna flutningana. Við viljum minna á að klára þarf allar pantanir fyrir þann tíma. Ef eitthvað kemur upp er alltaf hægt að hafa beint samband við ykkar sölumenn.
Kærar þakkir
Starfsfólk Garra